Það var í gær sem að ég skellti mér á forsýningu myndarinnar What’s Your Number? Ég vissi lítið sem ekkert um hvað myndin fjallaði þegar í settist í sætið nema það að Anna Faris leikur aðalhlutverkið…
…Myndin kom mér svo bara skemmtilega á óvart en hún er nokkuð fyndin á köflum og alls ekki of væmin eins og bandarískar ‘stelpumyndir’ eiga til að vera.
Í stuttu máli fjallar myndin um stelpu sem er gjörsamlega með sambönd og karlmenn á heilanum og reynir allt til að láta sambönd sín ganga upp. En allt kemur fyrir ekki og hún endar alltaf ein aftur. Þegar hún er svo að lesa enn aðra greinina í tímariti um kynlíf, sambönd og stráka þá sér hún að meðaltal bólfélaga sem konur eiga yfir æfina er 10.5. Þá fær hún fyrst sjokk!
Það vill svo vel til að einmitt þá kynnist hún nágranna sínum sem er tilbúinn til að hjálpa henni í þessari krísu í staðin fyrir smá hjálp til baka.
Ég verð að virðukenna að ég skemmti mér bara vel við að fylgjast með öllu misheppnaða veseninu sem aðalpersónan gengur í gengum í myndinni.
Ég mæli með þessari mynd fyrir þær sem vilja taka smá vinkonu-bíóferð og bara hlæja að einhverri vitleysu!
Hér er svo eitt fyndið atriði úr myndinni sem lýsir örvæntigu aðalpersónunnar mjög vel:
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=MnGsW3Sm1lI&feature=relmfu[/youtube]
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.