Ég skellti mér í bíó um daginn og bauð kæró með. Ég valdi mynd sem ég hélt að hann myndi fíla og Warrior varð fyrir valinu…
…Þessi mynd er einskonar fjölskyldudrama. Fjallar um fjölskyldu (það sem eftir er af henni) sem kemur aftur saman eftir áralangan aðskilnað. Faðirinn er loks orðinn edrú en tveir fullorðnir synir hans eru ekki tilbúinir að fyrirgefa honum né hvor öðrum eftir allt sem gekk á á undan. Í æsku áttu synirnir bjarta framtíð fyrir sér í bardagaíþróttum og faðirinn var duglegur að þjálfa þá…en allt fór þetta í vaskinn þegar fjölskyldulífið brást.
Þegar allt er komið á annan endann í fjármálunum hjá öðrum syninum sem starfar sem kennari tekur hann til sinna ráða. Hann ákveður að byrja aftur að stunda bardagaíþróttir og keppa á litlum samkomum fyrir aðeins betri laun en kennarastarfið borgar. Það verður til þess að hann endar á einu stærsta bardagaíþróttamóti heims fyrir einskæra tilviljun. Enn meiri tilviljun er að bróðir hans er líka að keppa á mótinu sem skapar afar skrítna stemningu.
Þetta er fínasta saga með góðum leikurum, meðal annars Nick Nolte. Warrior fær 8.3 í einkunn á IMDb sem verður að kallast nokkuð gott! Mæli með henni. Warrior er sýnd í Laugarásbíói.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=54vrgCP5nlc[/youtube]Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.