Fyrir rúmum 8 árum fór ég á vídeóleigu í mega vandræðum yfir því hvaða mynd ég ætti að leigja.
Í sakleysi mínu spyr ég starfsmanninn hvaða mynd ég ætti að leigja og hann mælir eindregið með mynd að nafni “Morvern Callar”. Ég leigi myndina en þoldi hana ekki. Hæg mynd og það gerðist ekkert í henni. Satt best að segja fannst mér engin tilgangur með myndinni.
Hvernig sú mynd tengist “We Need To Talk About Kevin” er leikstjórinn Lynne Ramsey en hún leikstýrði báðum þessum myndum. Ég var því satt að segja smá smeykur að sjá “Kevin” þó mér hafi litist vel stikluna því ég vissi að það væri sami leikstjóri sem gerði hina hræðilegu Morvern. En ég varð samt rosalega ánægður með hana Lynne mína þar sem Kevin er þúsund sinnum betri en Morvern og yfir höfuð virkilega góð mynd.
Myndin fjallar um Evu, móður Kevins og hvernig hún fyllist sorg þegar sonur hennar fremur morð í skólanum. Myndin tekur á sambandi þeirra mæðgina og hvernig hún dílar við lífið með son sem morðinga. Frásaganarstíllinnn er sértstakur en hann er einstaklega hægur og flakkar fram til baka. Stundum verður maður smá ringlaður í að fylgjast með henni en það virkar á endanum með frábærum hætti. Myndin er rosalega vel unnin og þá sérstaklega kvikmyndatakan sem er frábær.
Tilda Swinton leikur aðalhlutverkið og eins og vanalega rúllar hún upp hlutverkinu. Frábær leikkona, Hins vegar er Ezra Miller maðurinn sem stelur myndinni og á hana hiklaust. Drengurinn nær hinum ógeðfellda Kevin alveg frábærlega. Greinilega leikari sem er vert að fylgjast með í framtíðinni.
Yfir höfuð er “We Need To Talk About Kevin” alveg einstaklega góð mynd, vel leikin og eins bandarískir gagnrýnendur myndu kalla hana: “haunting.”
Skellið ykkur í Bíó Paradís á hana og styrkið gott bíó í leiðinnni!
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=ozm-hlPNGX4[/youtube]3 og hálfar rófur af 4 mögulegum
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.