Um þessar mundir er verið að sýna kvikmyndina Tyrannosaur í Bíó Paradís, fyrsta kvikmyndin í fullri lengd sem leikarinn Paddy Considine leikstýrir en Tyrannosaur er löng útgáfa af stuttmyndinni eftir hann: Dog Altogether.
Þetta er verulega áhrifarík mynd um mann, leikinn af Peter Mullan (lék m.a. í Braveheart) – ekkilin Jósef sem er atvinnulaus og þjakaður af ofbeldishneigð og reiði sem er að leggja líf hans í rúst. Á vegi hans verður svo kona (leikin af Oliviu Colman sem hefur m.a. leikið í gamanþáttaröðinni GreenWing) sem snertir við honum og hefur þetta áhrif á bæði.
Einnig kemur fyrir leikarinn frægi, Eddie Marsan (lék m.a. í Happy Go Lucky) – en hann leikur mjög svo ógeðfelldan mann í þessari mynd.
Myndin er frábærlega vel leikin og sérstakt að sjá leikara, sem maður er vanur í léttari hlutverkum, fara svona á kostum í alvarlegri kvikmynd um erfið málefni.
Atburðarrásin er frekar “trist” en samtímis er sögð falleg saga af mikilli næmni. Hér er á ferðinni kvikmynd sem talar sínu máli sjálf, ég mæli með henni sé maður tilbúin að horfast í augu við þann ljótleika sem hún sýnir.
Góð mynd sem hlotið hefur lof gagnrýnanda og fjölda verðlauna. Drífa sig í Bíó Paradís!
Eva er menntuð sem sviðslistakona úr Fræði og framkvæmd frá Listaháskóla Íslands og menningarmiðlari úr Hagnýtri menningarmiðlun frá Háskóla Íslands. Eva er líka mikill fagurkeri enda fædd í vogarmerkinu.