Ég náði í skottið á kvikmyndinni Tower Heist sem er sýnd í Laugarásbíó og get ég sannarlega sagt að hún kom mér skemmtilega á óvart.
Hún var reyndar dálítið lengi að byrja, en þegar hasarinn hófst skríkti ég úr spenning og sagði af og til “guð minn góður!” milli þess sem ég brosti og hló.
Myndin fjallar um starfsmenn íbúðarhótels sem lenda í klóm fjármálasvikara en honum tekst að eyða öllum lífeyrissparnaði starfsfólksins með svikum og prettum. Starfsmönnunum er eðlilega ekki skemmt og ákveða að ræna svikarann með aðstoð smáþjófsins Slide sem er leikinn af Eddy Murphy. Hópnum er stjórnað af Josh Kovacs sem er hugmyndasmiður ránsins en hann er leikinn af Ben Stiller sem stendur fyrir sínu eins og alltaf. Að sjálfsögðu gerast margir kjánalegir hlutir í myndinni bæði fyndnir og svolítið sorglegir, en þegar ránið sjálft byrjar tekst myndinni að fara á frábært flug.
Ég mæli klárlega með þessari mynd ef þig langar að njóta góðra stunda!
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=Z4KXF7NWFRE[/youtube]Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.