Ókei, það er sko ekki oft sem að ég geeet ekki hætt að hugsa um bíómynd eftir að hafa horft á hana en þannig er það í dag…
…Ég skellti mér í bíó í gær í Bíó Paradís á mynd sem hefur fengið einróma lof gagnrýnenda og frábæra dóma á netinu en hún fékk 88% á Rotten Tomatoes og 8.0 á Imdb. Myndin heitir We Need to talk about Kevin og er leikstýrt af Lynne Ramsay.
Myndin fjallar um konu sem hefur alltaf átt í skrítnu sambandi við son sinn en eiginmaður hennar virðist ekki skilja hvert vandamálið er. Tilda Swindon fer með eitt aðalhlutverkið en hún leikur mömmuna og John C. Reilly leikur pabbann. Leikur Tildu finnst mér standa upp úr í myndinni en hún túlkar þessa buguðu konu einstaklega vel (og váá hvað maður finnur til með henni). Það er ótrúlegt hvað maður fer að lifa sig inn í myndina strax í byrjun en hún er listilega vel klippt.
Í stuttu máli fjallar sagan um samband foreldranna við mjög erfiðan son þeirra og hvernig strákurinn nær að spila endalaust með mömmu sína. Myndin fær mann til að velta því fyrir sér hvað fólk er í raun tilbúið til að gera fyrir börnin sín og hvað sumt fólk þarf að ganga í gengum á lífsleiðinni. Þessi mynd er ótrúlega sjokkerandi og maður gleymir henni ekki um leið og maður labbar út úr salnum.
Ef þú nennir ekki að eyða tíma í bíó nema þú sért að fara að sjá gæðamynd þá er þessi eitthvað fyrir þig.
Myndin vekur upp margar siðferðislegar spurningar og ég bara get ekki annað en mælt með henni líka þó Óli Hjörtur sé líka búin að því!
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=ZLRgAe2jLaw[/youtube]
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.