Það tók mig heillangann tíma að skella mér á þessa mynd… það er bara eitthvað við Ben Stiller sem ég prívat og persónulega meika ekki, en eftir að unnustinn minn gerði þvílíkt grín að mér vegna fordómanna ákvað ég að gefa honum alvöru séns.
Þessi kvikmynd fjallar um Walter sem vinnur hjá fræga tímaritinu Life Magazine. Hann sér um að halda utan um myndasafn tímaritsins ásamt því framkalla filmur/negatívur sem viðkoma tímritinu.
Eftir að hafa horft á þessa Hollywood mynd með náttúrunni okkar frá Íslandinu fagra í hrærigraut með Grænlandi,USA og eitthvað sem leit út eins og Afganistan fékk ég nettan aulahroll yfir því hvernig þeir troða þessu öllu þarna inn í skringilegri röð og ekkert meikar sens.
Walter á það til að sóna út og hverfa inn í draumaheim þar sem hann er karlmennskan uppmáluð og djarfari en andskotinn. Í raunveruleikanum er hann feiminn og hlédrægur og samstarfsmenn hans gera stanslaust grín að honum og stríða honum þegar hann hverfur á vit dagdrauma sinna.
Uppáhalds ljósmyndari Walters hjá Life tímaritinu sendir honum filmu með nokkrum skringilegum myndum og gefur skýr fyrirmæli um að ákveðin mynd eigi að prýða forsíðu tímaritsins.
Walter finnur samt hvergi þessa dularfullu forsíðumynd sem er greinilega afar mikilvæg. Walter og samstarfsmaður hans hafa leitað allsstaðar en eru engu nær. Ásamt filmunni er leðurveski handa Walter með áletruðum viskuorðum frá ljósmyndaranum fræga. Walter leggur af stað í svaðilför, staðráðinn í að finna týndu myndina, ljósmyndarann og tilganginn á bakvið þetta allt saman.
Nörda-info: Sean Penn er fótósjoppaður inná þesa mynd hér fyrir ofan sem sýnir flóttamennn setja upp búðir í Goma eftir að hafa flúið heimaslóðir sínar vegna óreiða milli Karuba og Mushake þorpsins í Kongó, þessi mynd var birt (án Sean Penn) í Life tímaritinu á sínum tíma.
Eftir að hafa horft á þessa Hollywood mynd með náttúrunni okkar frá Íslandinu fagra í hrærigraut með Grænlandi,USA og eitthvað sem leit út eins og Afganistan fékk ég nettan aulahroll yfir því hvernig þeir troða þessu öllu þarna inn í skringilegri röð og ekkert meikar sens.
Grænland er Stykkishólmur og Flatey sýndist mér, sem er fáránlegt!
Mitty tekur einhvern dall frá Grænlandi til Íslands og þegar hann leggur festar við klakann er eitt reiðhjól í augnsýn. Allir sem vinna á dallinum ætla að reyna að ná því til þess að komast á strippbúllu í næsta bæjarfélagi en líkurnar á því að þú getir skipt á gúmmíkalli og hjóli við íslenska táninga er frekar hæpið.
Þú hleypur ekki út úr einum smábæ úti á landi og uppá fjall í Himalaya að hitta Sean Penn.
Kæri lesandi, þú ert kannski að hugsa:
“Kommon þetta er bíómynd og allt er hægt í bíómyndunum”
…ég geri mér grein fyrir því að þetta er bíómynd, en það sem ég er að tala um í þessari klausu minni er þegar Walter er komin út úr sínum draumaheimi og á að vera upplifa alvöru “ævintýri”.
Og mér sem áhorfanda fannst þetta engan vegin raunhæft. Auðvitað er gaman að gleyma sér yfir góðri mynd og detta vel inn í söguþráðinn og setja rökhugsunina til hliðar.
Þessi mynd fékk mig ekki til þess, ég varð bara pirruð og fannst hún láta Íslendinga líta út fyrir að vera heimska og barnalega. Þessi kvikmynd hefur verið kölluð frábær landkynning sem hún eflaust er og mér finnst frábært hversu margir íslendingar unnu á setti og við framleiðslu fyrir þessa mynd.
Það sem mér fannst skemmtilegast að sjá í þessari mynd var eiginlega kredit-listinn með öllum íslensku nöfnunum og hversu marga ég kannaðist við á þeim lista. Og auðvitað fylltist ég stolti við að heyra frábæra tónlist eftir íslenska snillinga.
Leikstjórn: Ben Stiller Aðalleikarar: Ben Stiller, Kirsten Wiig, Adam Scott, Sean Penn, Ólafur Darri og fl.
Hér má sjá sýnishorn úr myndinni fyrir þá sem vilja sjá.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=HddkucqSzSM[/youtube]
Ég er nokkuð viss um að upprunalega kvikmyndin sem ber sama nafn sé betri, ég ætla svo sannarlega að bera þær saman og athuga hvernig hún er.
Hér má sjá senu úr upprunalegu myndinni “The Secret Life Of Walter Mitty” frá árinu 1947.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=F-M1F8hVfjM[/youtube]
Hér má sjá fleiri sýnishorn úr myndinni sem Alex Wolstenholme setti saman með tónlist eftir íslensku hljómsveitina Of monsters and men.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=hdHKldF3UPM[/youtube]
Anna Brá Bjarnadóttir er fædd á því herrans ári 1986, sama ár og Gleðibankinn hóf raust sína í júró, sem er mögnuð tilviljun þar sem stúlkan er sjálf vel stæður Gleðibanki! Anna starfar sem skemmtanastjóri og dj á Loftinu og Lebowski Bar en er á sama tíma algjör græju gúrú og fíkill. Anna er útskrifuð af tæknibraut Kvikmyndaskóla Íslands og hefur m.a. starfað við fjölda auglýsinga og sjónvarpsþátta. Hún býr við Norðurmýrina með hundinum Tinna og kærastanum og kokkinum Jónasi.