Aðdáendur Marvels eru búnir að bíða eftir myndinni The Avengers í mörg ár en í hvert sinn sem Marvel hefur gefið út kvikmyndir eins og IronMan eða Thor hafa komið vísanir í að bráðlega mun koma á stóra tjaldið ein flottasta ofurhetjukvikmyndin sem búin hefur verið til.
Í myndinni sjáum við ofurhetjurnar Hulk/Bruce Banner, Iron Man/Tony Stark, Steve Rogers/Captain America, Thor, Black Widow/Natasha Romanoff, Loka og Clint Barton/Hawkeye en þessar hetjur skarta flottustu leikurum Hollywood um þessar mundir.
Ævintýrið um The Avengers er búið til úr hugarheimi fyrirtækisins Marvel skrifað af Stan Lee og Jack Kirby og kom fyrsta tölublaðið út árið 1963 en serían sem við erum að sjá á hvíta tjaldinu núna er frá 2007 og kallast Avenger: The Initiative og eru höfundar hennar Dan Slott og Christos Gage.
Kvikmyndin er aftur á móti skrifuð og leikstýrð af Joss Whedon og er fríði flokkurinn af hetjunum leikinn af Robert Downey Jr. (Iron Man), Chris Evans (Captain America), Mark Ruffalo (The Hulk), Chris Hemsworth (Thor), Scarlett Johansson (The Black Widow), Jeremy Renner (Hawkeye) og Tom Hiddleston (Loki).
Í kvikmyndinni berst hópurinn á móti Loka og her hans frá Chitauri en sækist Loki eftir teningnum Tesseract sem er endalaus sjálfbær orka sem alheimurinn eins og hann leggur sig sækist eftir að ná völdum yfir.
Myndin er með nýjustu tæknibrellum sem gerast í kvikmyndaheiminum og er mjög gaman að fylgjast með því hvaða sjónarhorn eru valin í myndinni og hvernig hún er tekin. Sviðsmyndin er einstaklega flott og bardagaatriðin töff. Mikill húmor er í myndinn og hló Laugarásbíó upphátt mörgum sinnum þegar samtölin áttu sér stað.
Ég mæli með að fara á þessa mynd í 3D en hún kom einstaklega vel út með þeirri tækni og var ekki verra að vera á POWER sýningu í Laugarásbíó
Avengers er mynd sem allar ofurhetjuunnendur eiga að sjá og ekki láta fram hjá sér fara á stóra tjaldinu.
…já og EKKI standa upp og fara út af myndinni fyrr en fyrri leikaralistinn hefur verið birtur
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=1hPpG4s3-O4&ob=av3n[/youtube]Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.