Sænska kvikmyndin Svinalängorna eða Svínastían hlýtur Norrænu kvikmyndaverðlaunin í ár en það var breska leikkonan og glæsikvendið Helen Mirren sem tilkynnti þetta í morgun.
Verðlaunin eru veitt fyrir listræna norræna kvikmynd í fullri lengd og vinningshafinn fær um 7 milljónir íslenskra króna sem skiptast jafnt milli handritshöfundar, leikstjóra og framleiðanda.
Kvikmyndin Svínastían er eftir Pernillu August sem skrifaði einnig handritið með Lolitu Ray.
Með aðalhlutverk í Svínastíunni fer Noomi Rapace sem við þekkjum allar eftir leik sinn í myndum Stieg Larsson, Karlar sem hata konur, Stúlkan sem lék sér að eldinum og Loftkastalinn sem hrundi.
Myndin segir átakanlega sögu Leenu sem elst upp ásamt litla bróður sínum hjá alkóhóliseruðum foreldrum og er fyrsta myndin sem Pernille August leikstýrir en hún er þekkt leikkona á Norðurlöndunum og víðar.
Gaman að þessu og frábært að kven-leikstjóri skuli fá þessi verðlaun. Meira HÉR um myndina en hún er sýnd í Bíó Paradís til fimmtudagsins 27 okt.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=j_Y0hgcHqwI[/youtube]Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.