Að horfa á kvikmynd er góð skemmtun. Það er góð leið til þess að slaka á eftir daginn en oft verður þessi athöfn sem á að vera einföld flókin þegar kemur að því að velja hvað á að horfa á.
Ég ákvað því að taka saman lista fyrir þá sem finnst þeir vera búnir að sjá allt.
Þetta eru misgamlar og misgóðar kvikmyndir en í mínum huga eiga þær þó eitt sameiginlegt, engin þeirra hefur fengið eins mikla athygli og þær eiga skilið.
Góða skemmtun!
___________________________________________
Tinna hefur brennandi áhuga á næstum öllu en þó líklega mest á sjónvarpi og kvikmyndum, án þess þó að hafa nokkurt faglegt vit á hvorugu.
Hún er nemandi í mannfræði og starfar með náminu sem samfélagsmiðlaráðgjafi. Hún elskar allt sem kemur eldamennsku og bakstri við, og þá mest af öllu að baka íslenskar pönnukökur og að poppa örbylgjupopp. Markmið Tinnu í lífinu er að vera góð, láta gott af sér leiða og skemmta sér frábærlega á meðan.