Ég skellti mér í bíó um daginn með vinkonu minni á Safe House.
Ég hafði engar sérstakar væntingar áður en ég fór á myndarina en var samt búin að sjá að hún fær 7.2 í einkun á imdb – sem er oftast góðs viti.
Myndin er um ungan mann (Ryan Reynolds) sem starfar fyrir CIA í Höfðaborg í Suður-Afríku. Vinnan er frekar leiðileg og tilbreytingarlaus og hann er orðinn spenntur að komast í ábyrgðarfyllri stöðu annars staðar. Einn daginn er hins vegar komið inn með mann til yfirheyrslu (Denzel Washington) og það á eftir að umturna lífi hans.
Söguþráðurinn í myndinni er nokkuð fyrirliggjandi en það koma þó nokkrir snúningar sem koma manni á óvart. Hún er full af hasar og sprengingum með smá sætri ástarsögu fléttaðri inn í, sem er alveg nógu lítil til að þeir sem þola ekki ástarsenur þoli hana og alveg nógu stór til þess að þeim sem hafa gaman að þess háttar nái að njóta hennar.
Sterku punktar myndarinnar eru samt sem áður spennuatriðin, eltingaleikir sem auðvelt er að fylgjast með og skotbardagar og slagsmál sem maður finnur næstum því fyrir. Mér finnst allavega alltof algengt að horfa á myndir þar sem búið er að lemja einhvern í hakkabuff og svo bara stendur manneskjan upp eins og ekkert hefði komið fyrir.
Þegar horft er á Safe House sést að það er greinilega mikil vinna lögð í að gera hasarsenurnar og bardagaatriðin sem raunverulegust og áþreifanlegust og það eitt er nóg til að skella sér á myndina… þó verð ég að segja að með örlítið betra handriti hefði myndin verið enn betri.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=1IfQY4fNcnw[/youtube]
Tinna hefur brennandi áhuga á næstum öllu en þó líklega mest á sjónvarpi og kvikmyndum, án þess þó að hafa nokkurt faglegt vit á hvorugu.
Hún er nemandi í mannfræði og starfar með náminu sem samfélagsmiðlaráðgjafi. Hún elskar allt sem kemur eldamennsku og bakstri við, og þá mest af öllu að baka íslenskar pönnukökur og að poppa örbylgjupopp. Markmið Tinnu í lífinu er að vera góð, láta gott af sér leiða og skemmta sér frábærlega á meðan.