Ég hef satt að segja aldrei verið mikill Wes Anderson “maður” en hann einmitt hefur leikstýrt myndum á borð við Rushmore, Royal Tenenbaums, The Darjeeling Limited og Life Aquatic (sem einhvern veginn allir elska – nema ég).
Fyrir rúmu ári síðan sá ég hins vegar “Fantastic Mr. Fox” og þá breyttist skoðun mín á manninum og ákvað að gefa honum sjéns þar sem mér fannst sú mynd vera yndisleg.
Fyrir nokkrum mánuðum síðan sá ég stikluna fyrir nýjustu myndina hans “Moonrise Kingdom” og strax vissi ég að ég yrði að sjá hana. Núna eftir að hafa séð hana get ég örugglega sagt að hún varð eiginlega betri en ég virkilega bjóst við.
Sögusviðið er eyja í New England árið 1965 og fjallar um ungt par sem flýr heimilin sín og leitarflokkur fer að leita að þeim og allt fer á annan endann á eyjunni. Söguþráðurinn er ekki flóknari en einhvern veginn verður maður heillaður af myndinni frá byrjun til enda.
Myndin er einnig fullbúinn frábærum leikurum: Bill Murray, Edward Norton, Bruce Wilis, Frances McDormand og Tilda Swinton. Allir leikararnir eru frábærir en að mínu mati stóð Edward Norton sig langbest sem skátaforingi.
Wes Anderson tekst með þessari mynd að búa til heim sem er ekki fjarlægur okkur en samt er einhvern veginn svo dásamlega draumakenndur. Framvegis ætla ég ekki lengur að dissa Wes Anderon, það er bara þannig.
Moonrise Kingdom er sýnd í Háskólabíói á vegum Græna Ljóssins.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=7N8wkVA4_8s[/youtube]
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.