Ég skellti mér í Bíó Paradís um daginn á Midnight in Paris eftir Woody Allen. Ég var pínu stessuð um að ég væri á leiðinni á of væmna klisju-mynd eeeen svo var alls ekki…
…Myndin er klárlega rómantísk og sæt en alls ekki ‘too much’. Hún fjallar um par, Gil (Owen Wilson) og Inez, sem fá að fljóta með foreldrum Inez í ‘bissness’ ferð til Parísar. Gil reynir að njóta Parísarborgar í botn en þau Inez hafa ekki svipaðar hugmyndum um hvernig það skal gert:
Gil er rithöfundur og honum gengur vel í starfi sínu sem felst í því að skrifa handrit fyrir týpískar Hollywood myndir – en það er ekki það sem honum langar í raun að gera. Gil dreymir um að klára og gefa út sína fyrstu skáldsögu en það er alls ekki það sem Inez vill að hann eyði orku sinni í. Gil er meiri draumóramaður heldur en unnusta hans og hún er ekki sammála honum þegar hann talar um að Parísarborg á þriðja áratugnum hafi verið hinn fullkomni staður og tími til að lifa og hrærast í.
Í einni kvöldgöngunni sem Gil tekur sér til að losna undan Inez og vinum hennar uppgvötar hann hann hinn fullkomna innblástur að skrifum sínum og þá fyrst byrjar myndin að vera spennandi.
Þessi mynd er fyrir alla -en sérstaklega þá sem hafa áhuga á tísku, myndlist, sögu og ferðalögum.
Öll höfum við látið okkur dreyma um að hafa verið uppi á öðru tímabili og maður heldur stundum að allt hafi verið auðveldara og fallegra á þeim tíma. Þessi mynd fjallar einmitt um það! Myndir fær góða einkunn, eða 8.0, á IMDB enda skartar hún flottum leikurum og er frumleg og falleg.
Ég mæli með þessari fyndnu og flottu mynd fyrir alla, stelpur, stráka, konur og kalla!
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=atLg2wQQxvU[/youtube]
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.