Maleficent er ekki beint endurgerð af klassíska ævintýrinu um Þyrnirós heldur mætti segja að þetta sé sagan um hvað gerðist áður en að nornin vonda varð vond og hvers vegna hún varð það.
Undanfarin misseri höfum við fengið að sjá nokkur klassísk ævintýri endurgerð og sett í nýjan búning eins og t.d. Jóa og baunagrasið (Jack the Giant Slayer) og Galdrakallinn í Oz (Oz The Great and Powerful), svo eitthvað sé nefnt.
Þessar myndir hafa komið misvel út að mínu mati, margar þeirra eru bara stútfullar af flottum tæknibrellum sem fanga augað en handritið sjálft ekkert sérstaklega gott.
En Maleficent nær að koma áhorfandum inn í fallegann ævintýraheim og gott betur.
Ég get ekki annað en tekið að ofan fyrir henni Angelinu Jolie fyrir frábæran leik í þessari stórkostlegu ævintýramynd.
Hún nær að fullkomna jafnvægið á milli þess að vera góða og vonda norninn. Reyndar er hún ekki norn heldur álfur sem verður fyrir þeirri ógæfu að missa dýrmætu vængina sína vegna græðgi eins manns sem hún áður treysti og elskaði.
Hann notfærði sér traust hennar og braut í henni hjartað á sama tíma og hann svipti hana því sem var henni kærast.
Ég hef lesið mjög mismunandi dóma um þessa mynd, sumir gagnrýnendur eru á þeim buxunum að hér sé verið að skemma klassískt ævintýri sem nánast allir þekkja og hafa lesið, séð eða leikið sem börn.
Ég get ómögulega verið sammála því að hér sé verið að skemma eitthvað eða blóðmjólka. Þetta er einfaldlega sagan um Maleficent, það stendur ekki Þyrnirós á titlinum heldur Maleficent.
Aðaleikarar: Angelina Jolie, Elle Fanning, Shalto Copaley, Sam Riley, Lesiley Manville, Imelda Staunton, Juno Temple.
Hér má sjá brot úr myndinni Maleficent
[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=w-XO4XiRop0&feature=kp[/youtube]
Anna Brá Bjarnadóttir er fædd á því herrans ári 1986, sama ár og Gleðibankinn hóf raust sína í júró, sem er mögnuð tilviljun þar sem stúlkan er sjálf vel stæður Gleðibanki! Anna starfar sem skemmtanastjóri og dj á Loftinu og Lebowski Bar en er á sama tíma algjör græju gúrú og fíkill. Anna er útskrifuð af tæknibraut Kvikmyndaskóla Íslands og hefur m.a. starfað við fjölda auglýsinga og sjónvarpsþátta. Hún býr við Norðurmýrina með hundinum Tinna og kærastanum og kokkinum Jónasi.