Ég fagna alltaf krúttmyndum og ég fagna alltaf gamanmyndum um uppvakninga, þegar þetta tvennt er svo lagt saman er það jafn mikil hátíð og þegar aðfangadagur lendir á þriðjudegi (þá er sko 6 daga helgi fyrir þá sem ekki fatta)!
Ég var þess vegna mjög spennt þegar ég heyrði fyrst af Warm Bodies fyrir sirka ári síðan og svo varð ég ennþá meira spennt þegar ég heyrði að litli strákurinn úr About a Boy yrði í aðahlutverki.
Hann er líklegast þekktastur í dag fyrir akkúrat það hlutverk og fyrir að hafa deitað heitustu gelluna í Hollywood, Jennifer Lawrence í 2 ár, þó að hann hafi gert mjög góða hluti í fyrstu seríunum af bresku Skins og líka í frábæru myndinni A Single Man.
Eftir Warm Bodies verður Nicholas Hoult samt líklega þekktur sem “gæinn úr ástar-uppvakningamyndinni”.
Warm Bodies fjallar um uppvakning sem kallaður er “R” þar sem hann eðlilega man ekki hvað hann hét á meðan hann var á lífi. “R” er ekki neitt svakalega sáttur við að vera uppvakningur og finnst tilveran fremur grá og leiðileg.
Þar til einn daginn þegar hann og besti vinur hans ákveða að fara út á mannaveiðar og “R” hittir Julie og finnur undarlega hluti gerast innra með sér og ákveður svo að taka hana heim með sér. Eftir þetta byrjar skemmtileg atburðarrás þar sem “R” berst við að finna út hvað er í gangi innra með honum og þar sem Julie berst við að reyna að komast í burtu frá honum.
Warm Bodies, er skemmtileg, spennandi og krúttleg og mjög fyndin á köflum og alveg svakalega góð afþreying!
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=07s-cNFffDM[/youtube]
Tinna hefur brennandi áhuga á næstum öllu en þó líklega mest á sjónvarpi og kvikmyndum, án þess þó að hafa nokkurt faglegt vit á hvorugu.
Hún er nemandi í mannfræði og starfar með náminu sem samfélagsmiðlaráðgjafi. Hún elskar allt sem kemur eldamennsku og bakstri við, og þá mest af öllu að baka íslenskar pönnukökur og að poppa örbylgjupopp. Markmið Tinnu í lífinu er að vera góð, láta gott af sér leiða og skemmta sér frábærlega á meðan.