Laugarásbíó sýnir þessa dagana teiknimyndina Hetjur Valhallar: Þór, íslenska kvikmynd sem byggð er á goðsögunni um Þór son Óðins og hamarinn Mjölni.
Í myndinni fáum við að kynnast meðal annars hvernig Þór fékk hamarinn í hendurnar og vonir hans um að berjast á vígvellinum, en Þór á sér einn draum heitastan -að leggja hamarinn sem hann notar til að slá járn á hilluna og grípa til vopna. Það kemur kannski ekki á óvart að ósk hans rætist í kvikmyndinni en hann fær tækifæri til að berjast við hlið Óðins og Freyju á móti undirheima drottningunni Hel og jötnum hennar.
Þór er fyrsta íslenska teiknimyndin í fullri lengd og er hún jafnframt sýnd í þrívídd. Myndin hefur verið í vinnslu í rúm sjö ár og er þetta með stærstu kvikmyndverkum sem ráðist hefur verið í á Íslandi.
Myndin er leyfð öllum aldurshópum og er þar af leiðandi hin besta fjölskyldumynd. Persónulega fannst mér skemmtilegt að skoða umhverfið sem myndin gerist í en það var greinilegt að íslensk náttúra var höfð sem fyrirmynd. Einnig var athyglisvert að velta fyrir sér hversu langt Íslendingar eru komnir í þekkingu varðandi tölvugrafík en var grafíkin nokkuð góð og karaketerarnir skemmtilegir.
Þar sem mér finnst gaman að skoða þegar ég fer í bíó er tölvugrafík og verð ég að viðurkenna að ég hefði viljað hafa myndina aðeins skarpari en á tímabili var hún svolítið þokukennd og hefðu litirnir mátt vera hreinni. Þessi mynd mun eflaust njóta sín vel í DVD tækinu þegar hún kemur út en ég mun klárlega setja hana í safnið um leið og hún kemur út.
En hvað varðar söguþráð og skemmtanagildi þá er þetta klárlega mynd sem gaman er að fara á í bíó.
Til gamans má geta þessi að hægt er að kaupa iPhone leikjaforrit sem búið er að gera í kringum myndina og einnig er búið að gefa út tvær bækur með karakternum Þór og heita þær Þór í Heljargreipum og Þór Leyndarmál Guðanna.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=mqkqao2m6xo[/youtube]Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.