Í þessari nýlegu útgáfu af ævintýrinu um Hans og Grétu eru systkynin nornaveiðarar sem leita uppi nornir út um allann heim.
Þau komast í kynni við eina af öflugustu nornum sem hefur orðið á vegi þeirra og uppgöta vel falin og geymd leyndamál sem tengjast fortíð þeirra… Fortíðin sem mótaði þau og gerði þau að því sem þau eru.
Mér fannst mjög gaman að sjá hversu flott grafíkin í byrjun myndarinnar er og einnig að sjá íslenskt nafn í opnunarkreditlistanum það var nebblega Atli Örvarsson sem sá um tónlistina í myndinni, klapp á bakið fyrir það Atli.
Þessi mynd er hasarmynd sem gefur lítið eftir, flott bardagaatriði, tæknibrellur, blóð og Ljótar nornir.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=9246msCh7x4[/youtube]
Nornirnar eru mjög margar, mismunandi og rosa vel gerðar. Einnig er eitt stykki tröll sem rambar inn í söguna.
Eftir að ég kom út úr bíósalnum langaði mig rosalega að skalla einhvern og detta í smá action, var öll “pumped up” eftir þessa ræmu…
Mér persónulega fannst vanta smá uppá dulúðina og myrkrið í kringum nornirnar… þetta var soldið mikið matrix bardaga fílingur og crazy vopn sem áttu enganvegin að vera til á þeim tíma sem myndin gerist, en auðvitað er þetta bíó og það er allt hægt þegar kemur að bíó.
Mæli með myndinni fyrir þá sem fíla, spennu, hasar, splatter og ævintýri gef henni 3,5 Önnur (í staðinn fyrir óskara).
IMDB.com gefur myndinni 6,4 í einkun, Rottentomatoes.com gefur henni 15% og áhorfendur 62%
Leikstjóri: Tommy Wirkola
Handrit: Tommy Wirkola
Aðalleikarar: Jeremy Renner, Gemma Arterton
Anna Brá Bjarnadóttir er fædd á því herrans ári 1986, sama ár og Gleðibankinn hóf raust sína í júró, sem er mögnuð tilviljun þar sem stúlkan er sjálf vel stæður Gleðibanki! Anna starfar sem skemmtanastjóri og dj á Loftinu og Lebowski Bar en er á sama tíma algjör græju gúrú og fíkill. Anna er útskrifuð af tæknibraut Kvikmyndaskóla Íslands og hefur m.a. starfað við fjölda auglýsinga og sjónvarpsþátta. Hún býr við Norðurmýrina með hundinum Tinna og kærastanum og kokkinum Jónasi.