Það má alveg deila um það hve langur tími má líða þar til gera má grín að nasistum en þeim sem standa á bak við kvikmyndina Iron Sky finnst um það bil 70 ár greinilega vera alveg nógu langur tími.
Fimmtudaginn 12. apríl var myndin forsýnd í Bíó Paradís fyrir fullum sal gesta sem skemmti sér konunglega ef dæma má af hlátrasköllunum sem dundu reglulega yfir salinn.
Myndin fjallar aðallega um James Washington, svartan mann frá Bandaríkjunum og Renate Richter, nasista sem hefur búið alla sína ævi á skuggahlið tunglsins. Myndin á að gerast árið 2018 í heimi þar sem nasistar hafa búið á tunglinu síðan seinni heimsstyrjöldinni lauk, af jarðarbúum algjörlega óafvitandi.
Þegar James lendir svo á tunglinu í tunglferð sem plönuð var af forseta Bandaríkjanna (sem líkist Söruh Palin ískyggilega mikið) fara leikar að æsast allsvakalega.
Myndin er öðruvísi en flest annað sem býðst í kvikmyndahúsum þessa dagana og það er svo sannarlega hægt að hlæja að henni!
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=Py_IndUbcxc[/youtube]
Tinna hefur brennandi áhuga á næstum öllu en þó líklega mest á sjónvarpi og kvikmyndum, án þess þó að hafa nokkurt faglegt vit á hvorugu.
Hún er nemandi í mannfræði og starfar með náminu sem samfélagsmiðlaráðgjafi. Hún elskar allt sem kemur eldamennsku og bakstri við, og þá mest af öllu að baka íslenskar pönnukökur og að poppa örbylgjupopp. Markmið Tinnu í lífinu er að vera góð, láta gott af sér leiða og skemmta sér frábærlega á meðan.