Fyrir nokkrum árum sá ég myndina Catfish en hún hreyfði verulega við mér. Hún fjallar um þennan sýndarveruleika sem fólk á til að skapa sér á netinu og einkum á Facebook.
Margrét danadrottning kom einmitt inn á þetta í áramótaávarpi sínu, þ.e. hvernig fólk getur notað Facebook til að láta líta út fyrir að líf þeirra sé fullkomið.
Einn daginn fær ljósmyndarinn Nev Schulman póstsendingu frá átta ára gömlu undrabarni, Abby Pierce. Í kjölfarið fer af stað ótrúleg atburðarás.
Catfish er óhefðbundin mynd, leikstýrt af Henry Joost og Ariel Schulman. Það hversu hrá, sönn og óhefðbundin hún er gerir hana einstaka.
“The final forty minutes of the film will truly take you on an emotional roller-coaster ride that you won’t be able to shake for days afterwards.” -Chris Bumbray JoBlo.com
“The best Hitchcock film Hitchcock never directed.” -Financial Times
“A bizarre and completely unpredictable mystery.” -Indiewire
Hér má sjá stiklu úr myndinni
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.