Föstudagurinn 14. október markaði ákveðin tímamót í íslenskri kvikmyndasögu þegar tvær íslenskar kvikmyndir voru frumsýndar í íslenskum kvikmyndahúsum en það voru myndirnar Þór og Borgríki.
Tvær mjög ólíkar myndir en báðar hafa fengið þvílíkt góðar umfjallanir. Mig langar að tala um seinni myndina, BORGRÍKI sem er leikstýrt af Ólafi Jóhannessyni kenndan við Poppoli.
BORGRÍKI er harðsoðin og hörð spennumynd sem fjallar glæpaheim Reykjavíkurborgar.
Aðalpersónurnar eru Gunnar glæpaforingi, Serbinn Sergej og lögreglukonan Andrea sem lenda í grófri atburðarrás undirheimanna eftir að eiginkona Sergej missir fóstur í áras handrukkara á vegum Gunnars. Eftir það hefst röð atburðarása sem geta ekki annað en endað illa.
Sækir til Tarantino
BORGRÍKI er spennumynd sem sækir í fyrirmynd Tarantinos og Coppola og gerir það að mínu mati fanta vel. Öll umgjörðin í myndinni er fáranlega vel gerð og þrátt fyrir að myndin hafi verið gerð á nánast engum peningum er hún alveg útúrpæld og greinilegt að framleiðendur hafa valið sitt starfslið vel.
Kvikmyndatakan er hrá og ‘handheld’ en verður aldrei pirrandi,heldur klæðir það myndinni vel og gefur henni ákveðinn fíling. Leikarnir standa sig með prýðum. Ágústa Eva og Ingvar E skila sínu hlutverkum vel, spaugstofustjarnan Siggi Sigurjóns er fáranlega góður sem spilltur yfirmaður fíkniefnalögreglunnar og hef ég aldrei séð eins annan eins leik frá honum. Sá sem á myndina hins vegar er Zlatko Krickic sem leikur Sergej. Leikurinn hjá honum er gallalaus og Zlatko á myndina fyrir allan peninginn.
Allir í bíó!
Eini gallinn sem mér fannst við myndina er að þegar hún verður sem mest brútal þá er eins og hún meiki það ekki og reyni að bakka en hún hefði alveg komist upp með að sýna meira ógeð.
Í stuttu máli verð ég þó að segja að BORGRÍKI er frábær mynd.
Vel leikin og vel gerð og hvet ég nú íslendinga að styðja við íslenska kvikmyndagerð og fara í bíó að sjá íslenskt stöff. Fyrir fjölskyldurnar er það Þór, fyrir spennufíklanna er það þessiog svo er er Eldfjall auðvitað enn í bíó.
Hér er stikla:
[vimeo]http://vimeo.com/18556482[/vimeo]
Þrjár og hálfar rófur af fjórum mögulegum fær BORGRÍKI.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.