Ég var satt að segja soldið efins hvaða mynd ég ætti að byrja á fyrir fyrstu kvikmyndagagnrýni mína hjá Pjattrófunum. Ætlaði að byrja á að tala um “Trollhunter” – norsk ævintýramynd í Cloverfield/Blair Witch fíling. Fannst hún geðveik en þótti það ekki nógu grand….
…Ætlaði síðan að tala um “Eldfjall” sem ég var rosalega rosalega ánægður með en nostalgíu druslan í mér sagði: “Þú skrifar um þessa mynd” þegar ég labbaði út úr BíóParadís.
Myndin heitir “Beats, Rhymes & Life: The Time And Travels of A Tribe Called Quest.”
…Ég veit. Of langur titill en flottur samt sem áður.
Þegar ég var 15 ára gamall patti uppgötvaði ég tónlistarstefnu sem kallast út um heim allan Hip Hop. Hlustaði daglega á “Doggystyle” diskinn með Snoop Doggy Dogg og “Cool Like dat” með Digable Planets. Á þessum tíma heyrði ég af nýútgefnum geisladisk sem hét “Midnight Mauraders” með bandi sem kallaði sig “A Tribe Called Quest”. Ég kolféll fyrir bandinu og fyrsta “mancrushið” mitt fæddist. Q-Tip. aðal MC-inn í bandinu. Allar götur síðan hef ég fylgst með þeim og keypt alla geisladiskina þeirra sem komu út eftir það.
Þegar ég frétti að RIFF væri að sýna heimildarmynd um bandið ældi ég af spenningi! Myndin spannar allt þeirra samstarf frá því að bandið fæddist árið 1985 og þar til þeir hættu árið 1998. Tekin eru viðtöl við fræga tónlistarmenn: De La Soul, Beastie Boys, Common og Pharell Williams og gera þeir góð skil og hversu mikil áhrif þeir höfðu á hip hop senuna.
Einnig er mikið fjallað um ástar/hatur samband Q-Tip og Phife Dawg. Stundum gert of mikið úr því en aldrei neitt rosalega böggandi. Ég hafði á tilfinningunni að leikstjórinn Michael Rapaport (sem lék nýnasistann í “Higher Learning”) hafi ekki haft upp á mikið uppá að bjóða og orðið að krydda myndina með þeirra rifrildasögu. Það verður aldrei neitt rosalega böggandi en samt sem áður hefði mátt minnka umstangið í kringum það. Einnig er talað um sykursýki Phife Dawgs og hvernig það hafði áhrif á bandið.
Í heild sinni er myndin skemmtileg og missir aldrei marks. Á tímabili leið mér eins og ég væri orðinn 15 ára aftur í Grafarvoginum að skella á Tribe disk í geislaspilarann og mín innri nostalgíudrusla fór sátt heim.
3 rófur af 4 fjórum mögulegum
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=bbCT6_HAOmM[/youtube]
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.