Ég var ekki neitt sérstaklega spennt þegar The Devil Wears Prada (2006) kom út enda hef ég aldrei verið hrifin af stelpumyndum/chick flicks.
Í gærkvöldi datt mér allt í einu í hug að kíkja á þessa mynd, prófa einu sinni enn, og viti menn þetta var hin mesta skemmtun!
Það voru ótal atriði sem mér fannst ganga upp. Þar á meðal umhverfið, stíllinn, samleikurinn og fleira. Í kjölfarið langaði mig að taka saman lista yfir af hverju myndin er frábær. Ég endaði í 11 atriðum en það eru eflaust fleiri …
Það vakna allir kl. 6 og allir eru morgunmanneskjur
Illkvittnu athugasemdirnar
Meryl Streep
Meryl Streep, ein besta leikkona allra tíma fer með eitt af aðalhlutverkunum og gerir það virkilega vel. Hún er ástæða þess að stelpumynd sem þessi verður aðeins meira.
New York
Metnaðurinn
Tískan og tískuiðnaðurinn er tekinn alvarlega. “Do it with passion or not at all” á svo sannarlega við hér.
Yfirhalning (e. makeover)
Hver elskar ekki gott makeover!
Fötin
Vogue og Anna Wintour
Myndin er byggð á starfsemi Vogue og ritstýru tímaritsins, Önnu Wintour, þó það hafi aldrei verið fullkomlega staðfest. Allt við myndina öskrar Vogue og Anna Wintour.
Starbucks
Starbucks og nóg af því! Þess má geta að Anna Wintour vaknar alltaf kl. 5 og fær sér Starbucks í morgunmat. Tilviljun? Ég held nú ekki.
Sjálfstraustið og hrokinn
Endirinn
Myndin er þannig uppbyggð að þú ert ekki 100% viss um hvort hún muni enda illa eða vel.
Lestu einnig:
Myndaþáttur: Hin stórglæsilega Meryl Streep í gegnum árin
VIÐTAL: Anna Wintour – Vaknar klukkan 5 og hefur aldrei tekið „selfie“
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.