Það er hreint út sagt FÁRÁNLEGT að ég hafi ekki horft á þessa mynd fyrr en fyrst núna nýlega, enda er ég búin að horfa á hana aftur og aftur.
Af hverju var engin búin að segja mér frá henni og af hverju vissi ég ekki af henni?! Tónlistinn í henni er frábær. Hljómsveitir og tónlistarmenn á borð við Velvet underground, Lou Reed, The Replacements, David Bowie, The Rolling Stones, Poison, The Cure, Judas Priest og Mary Jane Girls bara svona svo eitthvað sé nefnt.
Adventureland fjallar um ungan mann sem hefur sett markmiðin hátt í lífinu. James er ný-útskrifaður úr framhaldsskóla með flotta einkunn og árið er 1987.
Hann var búinn að plana að fara í undirbúningsnám með félögunum yfir sumartímann og foreldrar hans voru búnir að segjast ætla hjálpa með fjárhagslega. Þegar komið er að því að setja sig í stellingar fyrir frábært sumar er jörðinni kippt undan fótunum á honum James.
Foreldrar hans geta því miður ekki fjármagnað námið fyrir son sinn eins og var búið að gera ráð fyrir. Hann neyðist til að finna sér sumarstarf og redda sér sjálfur. Okkar maður fer á fullt í að leita sér að vinnu sem honum finnst ásættanleg en það gengur ekkert alltof vel hjá honum. Hann endar þannig með að fá vinnu í skemmtigarði sem opinn er yfir sumartíman í heimabænum hans og kynnist þar þónokkrum mis-skrýtnum karakterum. Sumarið tekur þannig heldur betur óvænta stefnu hjá honum og hann kemst að því að þetta sé besta sumar lífs síns.
Ég er hrikalega sátt með þessa mynd, mér finnst hún hafa allt einhvernvegin. Hún er fyndin, raunveruleg, dramatísk, það er ást í gangi, eitthvað ólöglegt sem má ekki, partý en aðallega er það kynferðisleg spenna sem er gegnumgangandi meirihlutann af myndinni ásamt misskilningi og reiði.
Það heppnast mjög vel að gera myndina þannig að þér finnst hún gerast 1987. Mjög vel valdir leikarar í vel skrifuð hlutverk og það skilar sér.
Þarna glittir í nokkra úr “Freeks and Geeks” (mæli hiklaust með þeirri seríu) og þetta er klárlega mynd sem hægt er að glápa á aftur og aftur, eðal sunnudagsdæmi. Það er einnig gaman að sjá Kirsten Stewart í sínu hlutverki eftir að hafa séð allt þetta vampírudæmi sem hún er búin að leika í.
Svo kom Ryan Reynolds skemmtilega inn líka. Fíla líka hvernig myndin endar og hvað plönin hjá James ná að gjörbreytast, sem er bara eins og lífið getur verið stundum. Maður er búin að ímynda sér eitthvað og hvernig allt á að fara svo fer það bara á allt anna vegn. Over all bara mega næs mynd.
[usr 5]Vefsíðan rottentomatos.com gefur myndinni 88% sem er frábær einkun. Kvikmyndasíðan imdb.com gefur henni 6,9 af 10 sem er talið mjög gott á þeirri síðu.
Leikstjórn: Greg Mottola. Aðalleikarar: Jesse Eisenberg, Kirsten Steward, Kirsten Wiig, Martin Starr, Ryan Reynolds og fleiri góðir.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=BPBhBINkwi0[/youtube]
Hér gefur Frigo sem er karakter í myndinni nokkur góð ráð.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=_suGrcHnkDo[/youtube]
Anna Brá Bjarnadóttir er fædd á því herrans ári 1986, sama ár og Gleðibankinn hóf raust sína í júró, sem er mögnuð tilviljun þar sem stúlkan er sjálf vel stæður Gleðibanki! Anna starfar sem skemmtanastjóri og dj á Loftinu og Lebowski Bar en er á sama tíma algjör græju gúrú og fíkill. Anna er útskrifuð af tæknibraut Kvikmyndaskóla Íslands og hefur m.a. starfað við fjölda auglýsinga og sjónvarpsþátta. Hún býr við Norðurmýrina með hundinum Tinna og kærastanum og kokkinum Jónasi.