Kóreönsk kvikmyndagerð er ekki beint það sem maður hefur gefið mikinn gaum í gegnum tíðina. Flest höfum við tilhneigingu til að vilja horfa mest á Bandarískar myndir sem er í raun frekar skrítið miðað við allar góðu myndirnar og sjónvarpsþættina sem eru ekki á ensku.
Hvað með Stig Larson þrenninguna? Klovn, Crouching Tiger/Hidden Dragon, Tropa De Elite, Delicatessen, Amelie, Yu Tu Mama Tabien, Broen og svo framvegis og svo framvegis….?
Þetta hugsaði ég þegar ég valdi The Man from Nowhere. Suður Kóreanska spennumynd með klisjukenndri lýsingu á söguþræði:
A quiet pawnshop keeper with a violent past takes on a drug- and organ trafficking ring in hope of saving the child who is his only friend.
Ekki beint frumlegasta lýsing í heimi en ég valdi hana (þegar ég sá 7.8 á IMDB) og varð alls ekki fyrir vonbrigðum.
Í anda Tarantino
Myndin er stórkostlega flott flétta í anda Tarantino myndanna. Grjóthörð spenna. Hetjan minnir á ungan og asískan Clint Eastwood. Gullfallegur og alvarlega þögull maður með erfiða fortíð.
Litla stelpan sem hann reynir að bjarga úr klóm vondra manna er líka frábær leikkona. Einstaklega sannfærandi og hrikalega sæt. Það leið ekki sú mínúta í þær 119 sem myndin rúllaði að mér leiddist.
Gef The Man from Nowhere fjórar af fimm og mæli hiklaust með henni – svo lengi sem þú hefur gaman af trylltum spennumyndum sem halda þér svo fastri/föstum að þú stendur varla upp til að fara á klóið.
__________________________________
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.