Sumar myndir eldast betur en aðrar og það gerir E.T. svo sannarlega.
Nú á árinu eru 30 ár síðan E.T. kvikmyndin var frumsýnd. Þessi yndislega barnamynd skaust strax á top 10 listann og var þar í margar vikur. Ég man svo vel eftir þessari bíóferð. Ég var búin að vera spennt í marga daga að sjá þessa skritnu geimverumynd með krúttlega stráknum. Bíóferðin var algjörlega ógleymanleg því myndin var bæði fyndin, sorgleg og með dass af drama. Fullkomið fyrir lítið stelpuskott.
Myndin er eftir stórmeistarann Steven Spielberg og er um strák sem heitir Elliot. Elliot lifir venjulegu lífi með fjölskyldu sinni þar til hann hittir litla geimveru sem er týnd. Elliot ákveður að fela geimveruna í herberginu sínu og gaf henni nafnið E.T. Saman vinna þeir svo í því að koma E.T. aftur heim til sín. Drew Barrymore leikur systur Elliot en þetta er fyrsta hlutverk hennar.
Ég mæli algjörlega með því að horfa á þessa mynd. Skella poppi í skál og hafa smá family time með börnunum. Ótrúlega sæt og krúttleg mynd sem gaman er að horfa á aftur og aftur!
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=oR1-UFrcZ0k[/youtube]
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.