“Er það ekki bara? SKELLT Á MANN”.
“Maður segir Barcelone með þoddn-i”
“Ég get hækkað og lækkað í sjónvarpinu með hugarorkunni”
Hvað eiga þessar setningar allar sameiginlegt? Jú, þær voru allar sagðar af kvenpersónum í íslenskum kvikmyndum. Við smáþjóðin eigum nefninlega magnaða kvikmyndasögu þrátt fyrir að vera einungis 320 þúsund manns og vonandi höldum við áfram að búa til góðar kvikmyndir og eftirminnilegar kvikmyndapersónur.
Hér tínunda ég fyrir Pjattrófur nær og fjær – fimm eftirminnilegustu kvenpersónurnar úr íslenskum bíómyndum.
5. Dís – 2004
Karakter: Blær leikin af Ilmi Kristjánsdóttur
Skáldsagan Dís sem var gefin út árið 2004 fjallaði um unga Reykjavíkurmær sem var stöðugt að leita að sjálfri sér með dyggri hjálp Blæjar vinkonu sinnar. Blær var leikin af Ilmi Kristjáns sem gjörsamlega stal myndinni þrátt fyrir að vera einungis í aukahlutverki. Það var eitthvað svo yndislega flippað og saklaust við hana sem varð til þess að mig langaði í framhaldsmynd þar sem hún yrði í aðalhlutverki.
4. Perlur & Svín – 1997
Karakter: Marta leikin af Eddu Björgvinsdóttur
Ef þú hefur aldrei séð Eddu Björgvinsdóttur leika í latexi og hanga í kynlífsrólu þá hefurðu ekki séð margt í lífinu. Edda hefur örugglega aldrei leikið jafn “evil” hlutverk eins og í þessari mynd og mun örugglega aldrei gera það aftur. Konu sem reynir að knésetja eitt stykki bakarí í miðbæ Reykjavíkur með því að selja kynlífsleikföng. Brilliantly evil.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=r7ghOCx6vAY [/youtube]
3. Sódóma Reykjavík – 1992
Karakter: Unnur leikin af Sóleyju Elíasdóttur
Það þekkja allir landsmenn Unni í Sódómu Reykjavík sem er að hjálpa Axel að finna sjónvarpsfjarstýringuna. Hún rispaði líflínuna sína en lifði það af og taldi sig geta hækkað og lækkað í sjónvarpinu með því að nota hugarorkuna. “Little did she know” að vinkona hennar, pönkarinn Mæja stóð fyrir aftan hana með fjarstýringuna góðu og puttann á volume takkanum.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=60E8TPA3No0[/youtube]
2. Með Allt Á Hreinu – 1982
Karakter: Harpa Sjöfn ( og Grýlurnar )
Ein ástsælasta íslenska kvikmyndin í rúm 30 ár núna. Flesir vilja halda því fram að Dúddi hafi verið aðalkarakterinn í þessari mynd. Gleymdu því. Ef Harpa Sjöfn myndi hitta Dúdda í box hring myndi hún vinna fyrsta round-ið, grínlaust. Tónlistin og show Grýlanna voru þúsund sinnum betri og miklu fágaðri en Stuðmanna “showin” í myndinni. Horfðu aftur á myndina og ekki reyna að mér segja annað!
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=E4R-A1frqlM[/youtube]
1. Stella í Orlofi – 1986
Karakter: Stella, leikin af Eddu Björgvins.
Með Allt á Hreinu er kannski ein mest elskaðasta íslenska mynd hingað til en Stella í Orlofi er án efa ástsælasta gamanmynd íslendinga á aldrinum 14-84 ára. Edda Björgvins er svo yndislega steikt sem húsmóðirin Stella sem lætur ekkert yfir sig vaða. Ég held að hvert íslenskt mannsbarn kunni allaveganna eina línu úr myndinni – “HVER Á ÞENNAN BÚSTAÐ – JÁ EÐA NEI!?”
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.