Jacquelin Jablonski er bandarísk fyrirsæta á hraðri uppleið í tískuheiminum.
Jacquelin tekur sig vel út í nýjasta rússneska Vogue en þar nýtur sítt hár hennar sig vel enda er hún stíliseruð í navajo -stílnum, og frekar flott kúrekastelpa.
Fatnaðurinn í myndatökunni er m.a. frá: Hermés, Nicole Farhi, Diesel og Ralph Lauren.
Skartgripirnir: Tiffany &Co, Pamela Love, Hermés.
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.