Þegar ég kem í Krydd & Tehúsið upplifi ég eitthvað nýtt í hvert skipti. Full búð af bæði kunnuglegum og framandi hágæða kryddtegundum. Allt svo girnilega framsett og einstaklega gaman að fá ráðgjöf frá eigendunum þeim Ólöfu og Omry sem eru full af fróðleik.
Fyrir skemmstu skrapp ég með nokkrum vinkonum á kynningu í Krydd & Tehúsinu. Kynningin var einstaklega skemmtileg upplifun og gaf okkur vinkonunum alveg nýja sýn á hvernig hægt er að nota krydd meira í matargerð. Kynningin var í senn fróðleg og skemmtileg. Þau kenndu okkur að nota krydd í mat, drykki og bakstur, fóru yfir læknandi mátt krydds og einnig kenndu þau okkur að elda nokkra holla og einstaklega bragðgóða rétti.
Ég elda mikið og á mikið af allskonar kryddtegundum, en mér til mikillar ánægju komst ég að því að það eru til miklu fleiri tegundir en ég vissi um. Að fara í Krydd og Tehúsið er upplifun sem ég mæli með, ekki síst núna yfir hátíðarnar þar sem þau eru með allskonar vörur sem henta vel í matargerðina og glöggina. Hér er uppskrift að jólaglögg sem er alls ekkert of seint að prófa því jólin standa jú alveg fram að þrettándanum. Um að gera að njóta sem lengst.
Rauðvín 1 flaska það má einnig nota hvítvín
1 1/2 msk tilbúin jólaglöggs kryddblanda.
8 msk sykur
Þetta er allt sett saman í pott og hitað upp að suðumarki. Tekið af hellunni og gott að láta standa í 20 mín eða meira áður en drukkið er. Það má nota sömu kryddblönduna aftur og allt upp í þrisvar sinnum en hugsanlega þarf aðeins að bæta við af kryddblöndu í þriðja sinn.
1 L eplasafi má einnig nota trönuberjasafa eða jafnvel appelsínusafa.
1 msk jólaglöggs-kryddblanda
1 msk hunang
…sama aðferð og að ofan.
Kíktu hér á Facebook síðu Krydd og Tehússins.
Kristín er snyrtifræðingur og starfaði lengi hjá heildsölu með snyrtivörur en í dag selur hún fasteignir.
Hún elskar að vera í vinnunni, er mjög skipulögð og líður best ef allt er í röð og reglu á skrifborðinu, reikningar greiddir og húsið hreint.
Áhugamálin hennar eru að elda hollan og góðan mat og vera með matarboð fyrir fjölskyldu og vini en hún er gift og á þrjú börn.
Kristín elskar líka allt sem kemur að snyrtivörum og því að láta konum líða sem best í eigin skinni. Svo slappar hún best af við lestur góðra bóka.
Kristín er fædd í fiskamerkinu en fiskurinn er síðasta merkið í dýrahringnum og sagt er að hann hafi því öll önnur merki fólgin í skapgerð sinni, eigi auðvelt með að skilja ólíkt fólk og setja sig í spor annarra. Kannski þess vegna sem hún er svonan ótrúlega góð í mannlegum samskiptum?