Barnaherbergi eiga að vera lífleg og skemmtileg til leikja en jafnframt notaleg og kósý fyrir barnið.
Litir geta skapað alveg nýtt andrúmsloft í hergerginu og það er gaman að hefjast handa með góðar hugmyndir, leikföng og svolitla málningu í farteskinu. Það er því skemmtilegt verkefni að mála og innrétta barnaherbergið, ekki bara fyrir barnið heldur líka fyrir foreldrana.
Gamalt borð, stóll eða barnarúm gerbreytast við að vera lökkuð í fallegum lit því þarfir og áhugamál barna eru síbreytileg, og eitt er víst, glaðlegir litir kalla fram glaðleg börn.
Ég tók saman nokkrar fallegar myndir sem dæmi um glaðleg barnaherbergi fyrir káta krakka.
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.