Kristen Bell er ólétt aftur!
Leikkonan og eiginmaður hennar, leikarinn Dax Shepard, eiga von á sínu öðru barni.
„Ég get staðfest það að Kristen og Dax eiga von á sínu öðru barni,“ sagði talsmaður þeirra í yfirlýsingu. „Öll fjölskyldan er mjög spennt.“
Kristen og Dax eignuðust dótturina Lincoln Bell í mars í fyrra.
Til lukku með þetta Kristen og Dax!
Garðar Örn Hinriksson fæddist sama ár og Jim Morrison og Louis Armstrong hurfu yfir móðuna miklu og getið nú. Garðar er ókrýndur slúðurkóngur Íslands en í rúm fjögur ár slúðraði hann eins og engin væri morgundagurinn á Gossip. Garðar kann þó fleira fyrir sér en að slúðra en hann er útskrifaður leiðsögumaður frá Ferðamálaskóla Íslands og giftur tveggja barna faðir sem stefnir á barn númer þrjú. Hann rekur einnig vefinn enskiboltinn.is og hefur starfað sem knattspyrnudómari í efstu deildum Íslands í rúm 20 ár. Töff? Já.