Að hlaupa allsber inn á fótboltavöll í miðjum leik er eitthvað sem strípalíngar hafa stundað um árabil en að „krasssa” tískusýningu er eitthvað sem maður hefur ekki séð áður.
Þetta gerðist í lok tískuvikunnar í París þegar vor og sumarlínan 2020 var frumsýnd en þá klöngraðist óþekkt kona í Chanel dragt upp á svið í miðju kafi og olli töluverðum usla. Fyrirsætan Gigi Hadit sá um að leiða dömuna niður af sviðinu en þessi hressa týpa reyndist vera grínistinn Marie Benoliel sem uppskar fleiri þúsund fylgjendur á Instagram eftir uppátækið.
Þetta er samt ekki í fyrsta sinn sem hún tekur upp á svona flippi. Til dæmis mætti hún á kvikmyndahátíðina í Cannes, búin að tússa skilaboð á bakið á sér: Leita að hlutverki og svo símanúmer.
Sérgrein Marie í gríninu er að svindla sér inn, eða réttara sagt blanda sér inn í krád þar sem fólk tekur sjálfu sér full alvarlega og hrista aðeins upp í stemmningunni en með þessu hefur henni tekist að skapa sjálfri sér frægð á svakalega stuttum tíma.
Hvort Chanel vissi af uppátækinu, og hvort þetta var bara eitthvað útspekúlrerað PR plott hjá Marie og tískurisanum er ekki gott að segja til um en hvort sem er þá finnst mér þetta snilldar uppátæki og hlakka til að sjá hvað hún „krassar” næst.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.