Eins og svo oft áður hefur komið fram hef ég sérstakt dálæti á öllu sem franskt er. Frönsk matargerð og matarvenjur, frönsk tíska, hönnun, tónlist, líkamsrækt og umhirða líkamans. Að auki eru mínar allra, allra uppáhalds snyrtivörur frá franska gæðamerkinu L’Occitane.
Öll forgangsröðum við að einhverju leyti þegar kemur að peninga”eyðslu”. Sumir gera vel við sig með góðum mat, skóm eða töskum, svo eitthvað sé nefnt. Ég leyfi mér L’Occitane.
L’Occitane hefur verið starfrækt síðan 1976 og byggir því á traustum grunni og reynslu. Ástæða þess hve hrifin ég er af vörunum er einföld; hráefnið.
Einnig eru aðrir þættir sem ég tel að geri L’Occitane eins sterkt merki og raun ber vitni. Þetta eru hágæða snyrtivörur á heimsmælikvarða sem fást í um 2.000 L’Occitane verslunum um allan heim.
- Vörunar eru unnar úr dásamlegum plöntum, jurtum og blómum.
- Gæði sem byggja á krafti Móður náttúru.
- Virknin er mikil og endist. Munurinn á góðum og afbragðsgóðum kremum og farða er sá að virknin helst lengur yfir daginn hjá þeim afbragðsgóðu.
- Ilmurinn!
- Samfélagsleg ábyrgð og stuðningur við konur: ORBIS, The L’Occitane Foundation og Aide et Action.
- Umhverfisvæn, t.d. er í boði að kaupa “ábót” (e. refill) á vörur.
Immortelle
Immortelle er lína sem ég hef notað í dágóðan tíma. Ég get ekki mælt nógu mikið með þessari línu!! Mig langar hreinlega að nota orðið elska yfir hrifningu mína, finnst það heldur sterkt en það jaðrar við að ég elski immortelle blómið. Ég get allavega sagt að ég hef aldrei prófað jafn góðar andlitsvörur.
Immortelle blómið er þekkt sem “eilífa blómið” vegna þess að þegar það er þurrkað heldur það formi sínu og lit. Sérfræðingar L’Occitane hafa náð að beisla olíu úr plöntunni, immortelle ilmkjarnaolíu, sem er náttúrulegur hrukkubani og sólarvörn. Vinnsla olíunnar er einnig lífræn sem er að mínu mati stór plús.
Línan inniheldur ýmsar vörur: BB-krem, hreinsiolíu, maska, frískandi andlitssprey, andlitsvatn, serum og fleira flott. Rakakremið er alveg einstaklega gott!
Ég skipti reglulega á milli vara til að fá sem bestu virkni úr þeim. Húðin aðlagast nefnilega efnunum og tekur því ekki eins við þeim og þegar þær voru fyrst notaðar.
Ég finn að húðin missir ljómann sem immortelle blómið veitir þegar ég hvíli andlitskremið og nota önnur krem.
Kremið veitir mikinn raka án þess að skilja andlitið eftir glansandi. Kremið hefur nefnilega þann eiginleika, sem allar góðar húðvörur eiga sameiginlegt; að sitja ekki á húðinni heldur smjúga inn um leið og það er borið á. Þá er virknin endingargóð eins og allar aðrar L’Occitane vörur sem ég hef notað, og eru þær þónokkrar. Kremið inniheldur einnig góða og náttúrlega sólarvörn með SPF upp á 20.
Immortelle línan er frábær grunnur að náttúrulegri förðun, eins og svo margar franskar konur aðhyllast.
Ef þig langar að kynnast Immortelle línunni nánar þá eru hér fleiri greinar sem ég hef skrifað um þetta uppáhald mitt:
- Nokkur frönsk fegrunarleyndarmál, Neroli og Immortelle frá L’Occitane,
- Kate Bosworth er fyrirmyndin og Immortelle litaða BB-kremið frá L’Occitane er algjör lúxus og…
- HÚÐIN: Precious Mist, rakagefandi andlistúði frá L’Occitaine – Lífgar samstundist við þreytta húð.
Au revoir!
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.