Vinkona mín sem býr í London hringdi í mig í morgun og við áttum skemmtilegt spjall eins og vanalega. Hún var að skoða þetta blogg og í því samhengi sagði hún mér sögu sem mér finnst ótrúlega lýsandi fyrir það hvernig konur elska að deila með hvor annari og pæla saman í pjatti.
Vinkonan var semsagt á einhverjum bissniss fundi í hádeginu á fínum veitingastað. Á fundinum með henni var kona sem er nokkuð flott og þjónustustúlkan á staðnum, sem var frá austur-evrópu, starði víst eitthvað undarlega á hana. Konunni leið voða furðulega. Skildi ekkert í því hvað stelpan var að horfa svona á hana en þetta skýrðist svo í lok fundarins þegar þau gerðu upp reikningana.
Þá spurði stelpan konuna hvaða meik þetta væri sem hún væri með.
Konunni var vitanlega létt að fá svona einfalda spurningu eftir allt glápið og sagði henni það og út frá því fóru þær að masa fram og tilbaka um krem, meik og hyljara. Afgreiðslustelpan frá austur-evrópu og bissnesskonan frá Bretlandi.
Það er nefinlega alveg sama hvaðan við komum og við hvað við vinnum… okkur finnst flestum voða gaman að vera fínar og hikum ekki við að deila ráðum með hvor annari ef út í það er farið.
Þessvegna er þetta svona skemmtilegt blogg 😉
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.