Carlos Gardel var konungur tangósins en hann var fæddur í Argentínu þann 11. desember 1887 og lést í flugslysi 24. júní 1935.
Gardel var argentínskur ríkisborgari og ólst upp í Abasto sem er í nágrenni Buenos Aires. Í huga margra var Carlos Gardel maðurinn sem blés lífi í og bjó til hina eiginlegu og vinsælu tangótónlist.
Hann lést á voflegan hátt í flugslysi á hátindi ferilsins og vermir þannig hóp margra dáðra tónlistarmanna sem hafa látið lífið með sama hætti. Öll latneska Ameríka grét dauða tónlistarmannsins sem með sanni má kalla, konung tangósins.
Carlos Gardel og Alfredi Le Pera sömdu smellinn “Por una Cabeza” árið 1935.
Lagið hefur verið flutt ótal, ótal oft af tangóhljómsveitum út um allan heim og verið spilað í fjöldanum öllum af bíómyndum og sjónvarpsþáttum. Meðal þeirra frægustu má nefna Schindler’s List, Scent of a Woman, Delicatessen, True Lies og Nip/Tuck
Textinn lagsins fjallar um hvatvísan fjárhættuspilara sem leggur allt sitt undir á veðhlaupahesta. Hann talar um ást sína til kvenna og líkir henni við þá dýrkun sem hann hafi á gæðingunum.
Mér er ógleymanlegt atriðið þegar blindur Al Pacino leiðir fallegustu stúlkuna út á dansgólfið og dansar við hana tangó við “Por una Cabeza”.
Guðrún Gunnarsdóttir er menntuð í viðskiptafræði en hefur lengst af starfað í tískubransanum. Nú rekur hún heildsölu ásamt eiginmanni sínum. Hún er sérlegur unnandi Parísarborgar en þangað fer hún nokkrum sinnum á hverju ári. Guðrún er hrútur, fædd 1976.