Ef þú skyldir ekki vita hvað þig langar að gera í kvöld þá er kannski spurning að fylla bílinn af vinkonum og keyra í Bláa Lónið?
Þar verður nefninlega konukvöld í kvöld. Við erum að tala um dekur og ríflegan afslátt af vörum eða 25% af öllum Blue Lagoon húðvörum og 15% af öðru.
Snyrtifræðingar Blue Lagoon verða á staðnum og bjóða upp á léttar handameðferðir. Veitingar af LAVA restaurant verða einnig í boði og svo verður Dr. Pjattrófir Karl Berndsen á svæðinu líka ásamt stelpunum hjá Nýju Lífi.
Nýtt ‘Andlit’ Blue Lagoon verður kynnt til leiks en hver það er mun kannski koma á óvart?
Þannig að… er þetta kannski spurning um að keyra á þessum fallega vetrardegi og njóta stjörnuhiminsins í lóninu áður en þið vinkonurnar skellið ykkur í smá partý?
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og þoli ekki arfa i görðum (miðaldra). Hef ólæknandi áhuga á heimildarmyndum og norrænum sakamálasögum og fæ kikk út úr því að fara á allskonar skrítin námskeið. Ég er óhemju forvitin og nýt þess að miðla og deila því sem ég sé og upplifi með öðrum. Til dæmis hér, – með þér.