Fyrir skemmstu fór fram ákaflega ‘glamúrus’ konukvöld í Ásmundarsafni, haldið í tilefni af tilkomu nýs ilms frá Swarovski, kristallaframleiðandanum fræga.
Ilmurinn hefur fengið nafnið Aura, enda er talað um að ilmvatn sé í raun ekkert annað en ósýnilegur skartgripur.
Í body lotion og body kremi Aura eru muldir Swarovski kristallar sem gefa dásamlega skínandi áferð á húðina enda er skurðurinn í þessum heimsfræga kristal þekktur fyrir að glampa og glitra meira en aðrir kristallar.
Í upphafi 20. aldarinnar sóttust bæði skartgripasalar og tískufrömuðir ákaft eftir Swarovski-kristöllum til að skreyta með framleiðsluvörur sínar og voru það ekki minni nöfn en Coco Chanel og Christian Dior sem voru þar á meðal. Í dag eru tískuhúsin sem gæða vörur sínar, bæði fatnað og fylgihluti, hinu tindrandi ljósbroti Swarovski-kristalla orðin ótal, ótal mörg. Má þar nefna, Prada, Jimmy Choo og Alexander Mcqueen.
Swarovski hefur einnig átt gott samstarf við Hollywood og er gaman að nefna að skórnir hennar Judy Garland í the Wizard of Oz voru gerðir úr Swarovski kristölum einnig kjólinn hennar Marilyn Monroe sem hún var í þegar hún söng eftirminnilega afmælissönginn fyrir forsetann.
Eðlilega tóku íslenskar pjattrófur vel á móti þessari nýjung og um 100 konur mættu í boðið til að kynna sér Aura frá Swarovski.
Smelltu til að kíkja á myndirnar. Þarna eru nokkur þekkt andlit, t.a.m. Díana “pjattrófa”, Rikka og Marta María ásamt mörgum fleiri flottum konum.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.