Ég rakst á frekar áhugaverða grein um daginn sem fjallaði um ‘betri hlið’ andlitsins…
Þetta er eitthvað sem allir ættu að kannast við. Að reyna að sýna ‘betri hliðina’, til dæmis, á ljósmyndum. Sjálfri finnst mér ég klárlega hafa betri hlið sem ég vil miklu heldur láta mynda frekar en hina.
Það voru svo nemendur í Wake Forest University sem gerðu á dögunum rannsókn til að komast að því hvort það væri í raun það mikill munur á hægri og vinstri hlið andlitsins. Rannsóknin var gerð með því að taka myndir af hægri og vinstri hlið nokkurra einstaklinga. Niðurstaðan var sú að flestir hafa í raun ‘betri hlið’ og það er, í flestum tilvikum, sú…
…vinstri!
[poll id=”44″]
MYND: The Block magazine.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.