Hversu miklu værir þú til í að eyða í tösku? Ég rakst á könnun (frá árinu 2008) um daginn þar sem spurt var ‘What is the most you will spend on a handbag?’ eða ‘Hvað ert þú tilbúin til að eyða miklu í handtösku?’…
…Af þeim tæplega 4000 manns sem að tóku þátt svöruðu flestir, eða um 870 manns ‘Undir 2000 $’ sem er nú samt slatti eða rúmlega 200.000 kr.
Sjálf tel ég að vönduð ‘designer’ taska sem þú getur átt og notað í mörg ár sé ágætis fjárfesting en það eru klárlega einhver takmörk fyrir því hvað sé eðlilegt að eyða miklu. Smelltu HÉR til að sjá hverju fólk svarar, sumir vilja meina að það séu engin takmörk fyrir því hvað taska má kosta ef hún er fullkomin….hmmm veit ekki alveg með það.
[poll id=”27″]Hér fyrir neðan eru svo nokkrar girnilegar sem ég fann í Barneys vefverslununni…sumar kosta ekki nema hálfan handlegginn.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.