Alexander McQueen er kóngurinn þegar kemur að sjúklega töff partýkjólum fyrir sumarið.
Hver og ein flík er eins og listaverk og hann fer alla leið í litadýrð og psychadelic mynstrum. Ef ég mætti bara velja eina flík fyrir sumarið þá væri það ein af þessum, ásamt fylgihlutum.
Og ef Alexander Mcqueen er kóngurinn þá er Matthew Williamson sannarlega drottningin. Hann á kjólana og baðfötin (og collection fyrir sumarið í HM).
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.