Bretar eru gersamlega að tapa sér yfir nýju prinsessunni sem hefur fengið nöfnin; Karlotta Elísabet Díana, en er nú oftast kölluð Karlotta (eftir systur hertogaynjunnar).
Það er allt gert til að finna nýja vinkla á umfjöllun um ungabarnið en sá allra vinsælasti í dag er þessi mynd sem sýnir hvernig hún muni mögulega koma til með að líta út þegar hún verður 18 ára gömul.
Við útfærslu myndarinnar var öll erfðafræði höfð til hliðsjónar, eða svona það mesta; það er að segja útlit foreldranna og svo ömmu og afa í báðar ættir.
Því er spáð að hún muni fá spékoppa og húð sem verður svo gott sem lýtalaus. Hún mun bera sig vel og vera íþróttamannslega vaxin.
Nokkuð góð spá verðum við að segja, enda fátt annað í boði þegar um svona prinsessu er að ræða.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.