Þá er það komið á hreint. Litli bretaprinsinn á að heita George Alexander Louis.
Hann ber jafnframt titilinn „hans konunglega hátign prinsinn af Cambridge“ en sá stutti kom í heiminn síðasta mánudag. Foreldrarnir komu svo heim af spítalanum í gær.
Erfinginn heitir í höfuðið á föður Elísabetar drottningar og verður hann Georg VII konungur af Englandi ef hann tekur við krúnunni í framtíðinni sem margir telja nokkuð góðar líkur á. Drengurinn fékk einnig eitt nafna Vilhjálms, en Louis, eða Loðvík upp á íslenskuna, er eitt nafna hans.
Margir voru búnir að veðja á að Georg yrði nafnið og því gleði í dag hjá mörgum sem sækja pening í veðbankana. Bretar veðja jú upp á allt milli himins og jarðar.
Miðað við sögu konungsfjölskyldunnar voru Katrín og Vilhjálmur nokkuð fljót að tilkynna um nafn barnsins en Karl Bretaprins, faðir Vilhjálms og Díana prinsessa tilkynntu nafn Vilhjálms viku eftir fæðingu hans árið 1982.
Á næstu dögum munum móðir og barn dvelja að heimili Middleton fjölskyldunnar, að minnsta kosti út þessa viku.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.