Það er hvergi til sparað við endurbætur á húsnæði kóngafólksins við Kensington Palace í vesturhluta London en þau eru á fullu að undirbúa komu erfingjans í heiminn.
Í gær sendi upplýsingafulltrú Buckingham Palace frá sér fréttatilkynningu þess efnins að viðgerðir og endurbygging hefði kostað tæpar 200 milljónir, enn sem komið er, en þetta vakti talsverða gremju meðal þeirra sem ekki aðhyllast konungdæmið.
Graham nokkur Smith er til að mynda mjög óhress með þetta. Í viðtali við Daily Mirror sagði hann hneykslaður að drottningin hefði nú eytt milljón pundum til að endurbæta íbúð barnabarns síns. “Ef ráðherra myndi gera þetta þá yrði hann umsvifalaust rekinn.”
Að sögn þeirra sem til þekkja fóru um 40% í að gera við þakið en restin í að laga innviði hússins. Einnig þurfti að fjarlægja asbestos (eitur) til að tryggja heilsu íbúanna en von er á krílinu um miðjan júlí.
Parið mun hinsvegar þurfa að greiða úr eigin vasa fyrir húsgögn og annað pjatt fyrir heimilið.
Réttið svo upp hendi hér sem hafið notað 200 milljónir í endurbætur á heimili… ha?
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.