Næsta sunnudag er liðið eitt ár frá því “brúðkaup aldarinnar” var haldið með pompi og prakt í London.
Þá gekk hin íðilfagra Kate Middleton að eiga erfðaprinsinn Vilhjálm sem mun líklegast taka við embætti Englandskonungs á eftir föður sínum Karli, það er að segja ef hann lifir Elísabetu Englandsdrottningu sem er langlíf eins og aðrir af þessari merkilegu ætt.
Eins og við var að búast eiga þessi ungu hjón aldrei eftir að eiga rólegt fjölskyldulíf, í kyrrð og ró frá umheiminum ,heldur sinna þau erindum í nafni embættisins meira eða minna alla daga ársins. Myndavélarnar fylgja þeim um hvert fótmál en varla hefur liðið sá dagur að Kate Middleton er ekki mynduð og birtar af henni fréttir hvort sem hún sinni skyldustörfum eða skreppur í ræktina.
Smelltu hér til að kíkja á myndir frá síðustu tólf mánuðum í lífi þessa unga kóngafólks.
_______________________________________________________________________
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.