Að mínu mati ætti engin kona að klæðast stórum hvítum “ömmu naríum” eða öðrum bómullarnærfötum sem hafa upplitast og hnökrast í þvotti.
Við vitum það flestar að kona bæði lítur betur út og líður betur í fallegum og klæðilegum nærfötum. Í minni nærfataskúffu hefur sjúskuðum og ósamstæðum nærfötum verið hent jafn óðum og voða lítil þolinmæði verið fyrir óþægilegum eða illa passandi nærfötum sem hafa farið sömu leið í ruslið..
Fyrir konu eins og mig, sem á mjög svartan fataskáp, þá er voða hressandi að geta vera í litríkum nærfötum innanundir.
Aðalvandamálið í vali á undirfötum er að konur eiga það til að kaupa vitlausa stærð. Halda til dæmis að þær séu alltaf í sömu brjóstahaldarastærðinni þó vigtin fari upp og niður og fyrir og eftir barnsburð.
Þá er gott að láta sérfræðingana í nærfataverslunum mæla sig og láta mann fá rétta stærð. Ég hef nýtt mér þessa þjónustu í La Senza og Debenhams en ég mæli líka með nærfötunum í Next sem ég hef mjög góða reynslu af. Þau eru flott, á viðráðanlegu verði og endast lengi. Ég á t.d. 5 sett þaðan í sama sniði en í mismunandi litum og mynstri og það getur komið sér vel þegar maður hittir einmitt á eitthvað sem passar eins og flís við rass.
Aðrar síður sem er mjög gaman að skoða nærföt á eru Agent Provocateur, Victorias Secret og Wonderbra.
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.