Þriðjudaginn 16. desember mun sönghópurinn Harmony standa fyrir jólatónleikum í Lindakirkju, Kópavogi.
Harmony samanstendur af þremur vinkonum, þeim Hrefnu Hrund Erlingsdóttur, Evu Björk Eyþórsdóttur og Rögnu Björgu Ársælsdóttur en fyrir utan að vera í Harmony eru þær saman í Kór Lindakirkju undir stjórn Óskars Einarssonar.
Á tónleikunum verða flutt allsskonar jólalög; Þessi gömlu góðu, lög í nýjum búning og svo nokkur þar sem þeirra innri dívur fá að láta ljós sitt skína.
Í fyrra hélt Harmony sína fyrstu jólatónleika fyrir fullu húsi. Viðtökurnar voru frábærar og ákvaðu þær því að endurtaka leikinn í ár. Síðustu daga hafa þær sungið á hinum og þessum stöðum og allsstaðar fengið mikið lof. Þá sungu þær á jólatónleikum “Hátíð í bæ” á Selfossi síðastliðinn miðvikudag og fengu þar meiriháttar undirtektir.
“Flestir Íslendingar eru mikil jólabörn og finnst gaman að fara á jólatónleika. Við pössuðum að lagavalið höfði til allra svo að gestir geti bæði heyrt gömlu jólalögin í bland við eitthvað nýtt og skemmtilegt. Þau lög geta stundum gleymst og það eru jú þau sem koma manni kannski í mesta jólaskapið,” segir Eva Björk Eyþórsdóttir.
Tónleikarnir í ár verða að þessu sinni í stóra salnum í Lindakirkju sem er verið að klára þessa dagana en þar komast fyrir um 450 manns. Harmony hafa fengið til liðs við sig úrvals tónlistarmenn og hlakkar söngdívunum mikið til kvöldsins.
Hægt er að panta miða í gegnum harmony@internet.is eða kaupa miða við innganginn.
Kynntu þér Harmony betur og fáðu tóndæmi á Facebook-síðu þeirra.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.