TOP

KOKTEILLINN: Pink Lady fyrir alvöru hefðarketti

Einn eftirlætis drykkur íslendinga er Gordons Gin í Tonic með smá sítrónu og klaka en auðvitað er gin afbragðsdrykkur í allskonar kokteila.

pinkladyGordons gin inniheldur hærra hlutfall af einiberjum en önnur gin sem gefur því mjög ferskt bragð en einiber eru einmitt það sem gera gin að gini! (Dönsum við í kringum…)

Einn af uppáhalds gin kokteilum lífskúnstnera heimsins er hin klassíska bleika dama, eða Pink Lady eins og hún er gjarna kölluð.

Pink Lady er sígildur drykkur frá byrjun síðustu aldar sem var bæði drukkin á fínnin veitingastöðum í Reykjavík og annarsstaðar í heiminum.

Í upprunalegu útgáfunni eru einungis gin, eggjahvíta og grenadine en margir barþjónar hafa síðan leikið sér með þetta konsept síðan og auðvitað eru til fjölbreyttar útgáfur af þessum góða drykk.

Hér er ein sem okkur finnst æðisleg. Svo mikil hefðarkattarstemmning að panta sér Pink Lady.

  • 40ml Gordon’s gin
  • 25ml triple sec
  • 20ml sítrónusafi
  • hindber til að skreyta með

Hristið saman með klaka og hellið í martini eða kokteilglas á fæti. Setjið góða tónlist á fóninn – og njótið kvöldsins!

SKÁL!

 

30+ stelpur & stelpustrákar, kyntröll, konur og kettlingar. Fjölbreytileiki, fegurð, gleði og góður fílíngur. Settu okkur í bookmark, eltu okkur á ÖLLUM samfélagsmiðlunum og líf þitt verður strax skemmtilegra! - Ef ekki, þá færðu endurgreitt! ATH: Snappið okkar heitir Pjattsnapp ATH: Sendu okkur póst á pjatt at pjatt punktur is