Kokteilar, kokteilar, kokteilar… ó svo litríkir, sumarlegir og ljúffengir.
Einn sá sumarlegasti heitir Caipirinha (borið fram key-pirí-nía) og er einskonar þjóðardrykkur þeirra í Brasilíu. Þar skín sólin nánast alla daga og því kemur ekki á óvart að drykkurinn er bæði ferskur, sumarlegur og bragðmikill í senn.
Caipirinha er borinn fram í litlum glösum og hægt er að velja um nokkrar bragðtegundir sem eru hver annari ljúffengari en þá er ávaxtamauki bætt við grunnuppskriftina.
Hingað til hefur þessi kokteill ekki verið áberandi á íslenskum börum en drengirnir hjá Sushisamba bjóða nú áhugasömum kokteilunnendum að gæða sér á þessum ljúffenga drykk. Miðað við vinsældir Mojito ætti ekki að líða á löngu þar til Caipirinha nær álíka vinsældum.
Stóra systir rommsins
Grunnurinn í Caipirinha er drykkurinn Cachaca sem er búinn til úr sykurreyr, svipað og romm, og bragðast ekki ósvipað rommi en er aðeins bragðmeiri og rammari.
Það sem þú þarft til að útbúa þennan góða drykk er:
- Lítið viskíglas
- 2 tsk sykur
- 1 lime
- Einfaldur skammtur af Cachaca (ka-sha-sa)
Sykur og heilt lime, skorið í báta, sett í glasið og maukað létt saman. Fyllt upp með klaka og svo er einföldum Cachaca hellt yfir. Hrært saman… njóta.
Einnig er að hægt að setja ávaxtamauk út í til dæmis jarðarberja, ástríðuávöxt eða annað ljúffengt og HÉR geturðu séð kennslumyndband ef þú ert ekki alveg viss.
Glasið af þessum eðaldrykk kostar frá 1.890-1.990 á Sushisamba en drykkurinn er á sérstöku kynningartilboði, mánudaga og þriðjudaga á aðeins 990… fínt að skella sér í drykk eftir vinnu og prófa drykkinn sem gæti orðið að aðal kokteilnum sumarið 2012.
Pjattrófurnar eru að minnsta kosti afar hrifnar!
Smelltu HÉR til að lesa meira um Cachaca.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.