TOP

KOKTEILAR: Negroni kokteill – Einfaldur og ótrúlega góður!

negroni-2

Fallegt.

Campari, gin, vermouth og uppáhalds freyðivínið mitt Prosecco er blanda sem klikkar ekki.

Ég er reyndar hætt allri svona vitleysu í bili og borða bara grænmeti, tofu, soja og fisk en hann er ótrúlega bragðgóður og fallegur á að líta. Negroni er kokteill sem allar pjattrófur verða að prófa.

Negroni kokteill

Hráefni:

44 ml. gin

59 ml. Campari

59 ml. sætt vermouth

59 ml. Prosecco

1 appelsínusnúningur (sjá mynd að ofan)

Aðferð: 

Hristu saman Campari og vermouth í kokteilablandara eða jafnvel krukku. Hristu vel og helltu blöndunni yfir klaka. Heltu því næst Prosecco yfir og skreyttu með appelsínusnúning.

Sniðugt.

Sniðugt.

Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.