Campari, gin, vermouth og uppáhalds freyðivínið mitt Prosecco er blanda sem klikkar ekki.
Ég er reyndar hætt allri svona vitleysu í bili og borða bara grænmeti, tofu, soja og fisk en hann er ótrúlega bragðgóður og fallegur á að líta. Negroni er kokteill sem allar pjattrófur verða að prófa.
Negroni kokteill
Hráefni:
44 ml. gin
59 ml. Campari
59 ml. sætt vermouth
59 ml. Prosecco
1 appelsínusnúningur (sjá mynd að ofan)
Aðferð:
Hristu saman Campari og vermouth í kokteilablandara eða jafnvel krukku. Hristu vel og helltu blöndunni yfir klaka. Heltu því næst Prosecco yfir og skreyttu með appelsínusnúning.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.