Kokteilar: Manhattan og fallegt útsýni yfir Central Park

Kokteilar: Manhattan og fallegt útsýni yfir Central Park

Screen Shot 2013-12-06 at 16.07.55

Nú bítur frostið kinnarnar og okkur finnst mörgum best að vera bara inni að hlusta á jólalögin og dunda…

walkerHvað er þá betra en að blanda sér ljúfan kokteil og láta sem maður sé allt í einu komin í jólaösina á Manhattan, jafnvel í happy hour á einhverjum góðum bar með fallegu útsýni yfir Central Park?

Manhattan er einhver klassískasti kokteill sem völ er á enda hefur hann prýtt kokteilseðla helstu veitingastaða heims síðan hann vann sér fyrst inn vinsældir á Manhattan klúbbnum í New York fyrir meira en 100 árum, eða árið 1870.

4 cl. viskí
2 cl. rauður vermouth
Skvetta Angostura bitter

Hrært saman í klaka, sett í kokteilglas eða gamaldags kampavínsglas og skreytt með appelsínu eða sítrónusneið, kirsuberi ef þú tekur klassíkina alla leið.

Skál í boðinu darlings!

 

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest